Nútíma þrælahald á íslandi

– Á sér stað fyrir berum augum »

Afrísk kona:

Karna kom til Íslands 18 ára gömul. Í heimalandinu var henni boðinn samningur um starf sem heimilishjálp í Evrópu. Hún ferðaðist með manninum sínum. Hún fékk ekki starf sem heimilishjálp og endaði með því að vinna við vændi bæði á Ítalíu og á Íslandi til að greiða skuldina fyrir ferðinni til Evrópu.

Austur evrópsk kona:

Natalia kom til Íslands í von um betri framtíð og fékk tilboð um starf. Hún vinnur 14 tíma á dag og fær 500 kr. á tímann. Vinnuveitandinn hennar hefur tekið restina af peningunum sem borgun fyrir ferðir og herbergi. Natalía hefur unnið við hreingerningar fyrir fjölda fjölskyldna. Hún er hrædd um að missa starfið ef hún kvartar yfir þessum löngu dögum.

Indverskur MAður:

Jaffer kom til Íslands með loforð um starf og fékk fljótt starf við hreingerningar. Hann hefur unnið í mörg ár við hreingerningar á skrifstofum. Vinnudagarnir eru oft langir, stundum tíu tímar á dag. Hann býr í herbergi í íbúð með fjölda annarra og vinnur alla daga vikunnar. Vinnuveitandinn varðveitti vegabréfið hans á meðan hann var á Íslandi.

Austur evrópskur MAður:

Lukasi var boðið starf í gegnum kunningja. Hann ferðaðist frá heimalandinu og endaði í bæ þar sem hann átti að vinna við byggingavinnu. Honum var sagt að hann þyrfti að greiða peninga til þess að fá tímabundið atvinnuleyfi og skilríki hans voru tekin af honum. Hann vinnur frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Hann fær smá laun.

Asísk kona:

Nattida kom til Íslands til að vinna sem Au-pair. Hún kom til fjölskyldu sem lét hana vinna í fyrirtækinu sínu, mikla erfiðisvinnu á daginn og sem heimilishjálp og barnapía á kvöldin. Konan fékk ekki aðgang að íslenskukennslu, hún fær einhver laun en hefur verið háð fjölskyldunni til að fá dvalarleyfi í landinu.

Karakterene over er skuespillere
Mansal er hraðast vaxandi orsök þess að fólk endar sem þrælar.
Það er sú glæpastarfsemi sem vex hvað hraðast og ein stærsta tekjulind skipulagðra glæpa.

Stutt skilgreining á
nútíma þrælahaldi

Nútíma þrælahald er þegar persóna ræður yfir eða hefur stjórn á annarri manneskju með það að markmiði að nýta sér viðkomandi í eign þágu. Nútíma þrælahald er að finna í framleiðslu matvæla, fatnaðar, í byggingageiranum, gull og eðalsteinum, heilsustarfsemi, kynlífsiðnaði, veitingageiranum, heimilishjálp (au pair) og líffærasölu úr fólki.

Mansal er að misnota aðra annað hvort til vændis eða í öðrum kynferðislegum tilgangi, til nauðungarvinnu/nauðungarþjónustu, í þrældóm/þrældómslíkra verka eða með því að fjarlægja líffæri. Misnotkunin gerist með ofbeldi eða hótunum, misnotkun viðkvæmrar stöðu eða á annan ótillhlýðilegan hátt.

Mansal er alvarlegasta form nútíma þrælahalds.

  Vissir þú að :

 • I Norge var det i 2016
  262 mulige offer for menneskehandel, 204 var offer for seksuell utnyttelse og prostitusjon, 86 var utnyttet i tvangsarbeid.
 • Næstum 45,8 milljónir manns eru fórnarlömb mansals (tvangsarbeid), 204 var offer for seksuell utnyttelse og prostitusjon, 86 var utnyttet i tvangsarbeid.
 • Næstum 19 milljónir fórnarlambanna eru misnotuð af fólki eða fyrirtækjum. Meira en 2 milljónir af ríkjum eða uppreisnarmönnum. Af þeim sem eru misnotaðir af fólki eða viðskiptum eru 4,5 milljónir fórnarlömb kynferðislegrar nauðungarvinnu eða misnotkunar.
 • Hvert ár eykst fjöldi þræla um 1,1 milljón fórnarlamba. Það eru 3000 fórnarlömb hvern dag og 125 ný fórnarlömb á hverri klukkustund.
 • Mansal er metið á 150 milljarða dollara ár hvert.

Frelsi

Við upplifum þessa daganan að hópar fólks í mörgum löndum hrópa eftir og berjast fyrir frelsi. Berjast fyrir því að fá að lifa í friði og við lýðræði, án harðstjórnar, ritskoðunar, pyntinga og hryðjuverka.

Fjárhagslegt / Alþjóðlegt

Mansal er í öðru sæti á lista yfir fjárhagsleg afbrot. Finnst í öllum heimshlutum.

Vopnasala
Mansal
Fíkniefnasala

«Að trúa að þrælahald hafi hætt með "The release proclamation” er eins og að trúa því að framhjáhald hafi hætt með boðorðnum tíu»

http://moderneslaveri.no
Kevin Bales, Free the Slaves

Orsakir

Hvers vegna er þetta svona?

Mansal er flókið mál sem orsakast af félagslegum, pólitískum, fjárhagslegum og menningarlegum þáttum. Orsakir mansals eru mismunandi og oft ólíkar frá einu landi til annars.

Fólk sem vill flytjast á milli landa er oft í viðkæmri stöðu. Örvæntingafullt fólk á flótta undan stríði, pólitískum órlóleika, náttúruhamförum og fátækt endar upp sem réttlaust og verður auðveldlega fórnarlamb mansals. Án verndar verður þessi hópur í mörgum tilfellum fórnarlamb kerfisbundinnar glæpastarfsemi. Flótti frá örvæntingafullum aðstæðum enda fyrir suma í einhverju mun verra.

Betra líf

«Hví stendur þú svo fjarri Drottinn?» Opnunarorðin í Sálmi 10 passa við máttleysið og efann sem hvert okkar hlýtur að finna fyrir þegar litið er á mansalsvandann.

Hvað getur þú gert ?

Ertu í hugleiðingum að ráða starfsmann eða kaupa þjónustu eins og bílaþvott, barnagæslu, heimilisþrif, iðnaðarþjónustu eða garðvinnu?

 1. 1. Forðastu svarta vinnu

  Forðastu að nýta þér svarta vinnu eða starfsemi þar sem þú getur ekki fengið kvittun.

 2. 2. Gerðu verðkönnun

  Er verðið of gott til að vera satt? Þetta getur verið vísbending um að þeir sem veita þjónustuna séu misnotaðir.

 3. 3. Kannaðu fyrirtækið

  Flettu upp nafni fyrirtækisins eða vsk númeri þess rsk.is.
  Organisasjonsnummer skal du kunne finne på Brreg.no.

  Sé fyrirtækið skráð getur það verið vísbending um að þar starfi heiðarlegt fólk, þó s vo að það sé engin trygging. Þú ættir einnig að biðja um reikning fyrir vinnunni þannig að þú vitir hvað þú hefur greitt fyrir. Og að lokum skaltu forðast að greiða fyrir vinnuna með reiðufé. Þegar maður greiðir fyrir þjonustu með bankaviðskiptum er erfiðara fyrir þjónustuaðilann að komast undan sköttum og gjöldum.

 4. 4. Kannaðu ráðningarform og útbúnað

  STalaðu við þá sem vinna fyrir þig.
  - Hafa þau góð verkfæri og góðan fatnað?
  - Taka þau matarhlé?
  - Eru þau viljug til samskipta eða forðast þau samskipti?
  Ef eitthvað vekur grunsemdir ræddu þá við þann sem þú hefur gert samning við
  Við augljósar vísbendingar um að eitthvað sé í ólagi getur maður haft samband við lögreglu.

Deildu á :

Facebook Twitter E-post

“You may choose to look the other way but you can never say again that you did not know.”

William Wilburforce (1759 - 1833, britisk filantrop og politiker)